•   Sími : +354 482 1361
  •   Netfang: gunni@icecool.is
Ertu með fyrirspurn? Hafðu samband!

UM OKKUR

Sagan

Icecool ehf er breytinga- og viðgerðaverkstæði sem setur fagmennsku og persónulega þjónustu í forgang.

Fyrirtækið var stofnað árið 1989 og rekstrinum breytt í bílabreytingar og viðgerðarverkstæði árið 1999.
Árið 2005 var breytt sex hjóla Econoline og slegið heimsmet að fara einbíla á suður pólinn á 69 klukkustundum.

Icecool hefur verið í 20 ár að þjónusta og breyta bílum eftir bestu getu. Við notum bestu gæði af varahlutum og aukahlutum sem hægt er að fá og bjóði þá á sanngjörnu verði.


Starfsmenn

Gunnar Egilsson
Eigandi
Sími: 862-2261
Netfang: gunni@icecool.is

Magnús Valur Sveinsson
Vélvirki
Netfang: maggi@icecool.is

Hafberg Óskar Gunnarsson
Vélfræðingur

Breytingar

Við bjóðum upp á breytingar af ýmsu tagi, allt frá litlum til stærri breytinga.


Olíuverk

Við bjóðum upp á skipti olíuverk og spísa í flestar gerðir véla.


Vélar

Við seljum kassavélar þar sem þú getur keypt vél frá okkur og við getum tekið þá gömlu upp í. Vélarnar bjóða upp á 1 ár eða 100.000 km (hvort það er sem kemur á undan) ábyrgð.
Vélarnar eru gerðar upp í Hollandi af fagaðilum sem þjónusta bílaumboð í Evrópu og N-Ameríku.


Drifsköft

Við smíðum, styttum eða lengjum drifsköft í flesta bíla. Einnig getum við sérpantað eftir þörfum orginal drifsköft í flesta bíla. Við notum hágæða dragliði, tvöfalda liði og krossa drifsköfton okkar.


Ferðavagnar

Við bjóðum uppá viðhald og breytingar á alla ferða vagna allt frá tjaldvögnum upp í stór hjólhýsi.


Kerrusmíði

Við smíðum kerrur eftir óskum. Þær kerrur sem við smíðum eru gerðar til að endast. Þær eru allar galvenaseraðar og þæginlegar í drátti.


Felgusmíði

Við breykkum felgur eftir óskum. Við bjóðum einnig upp á að skipta um miðjur.


Dekk

Við erum með umboðið á Pitbull dekkjum (https://pitbulltires.com) og getum pantað inn eftir óskum.


Spil

Erum með umboðið á Mile Marker spilum (https://milemarker.com) og getum pantað inn eftir þörfum.

 HVERNIG GETUM VIÐ AÐSTOÐAÐ? Fyrirspurnir